Reglur auka kostnaðinn

Ef vel gengur að ráða niðurlögum faraldursins gæti orðið óhætt …
Ef vel gengur að ráða niðurlögum faraldursins gæti orðið óhætt að fjölga gestum veitingahúsa enn frekar. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar við Lækjargötu segir að sóttvarnareglur, sem í tilfelli Jómfrúarinnar heimili, að uppfylltum skilyrðum, tvö aðskilin hólf, með tuttugu gestum í hvoru hólfi, leiði til aukins rekstrarkostnaðar.

„Það væri betra ef þetta væri eitt 40 manna hólf og menn virtu tveggja metra regluna. Slíkt gæfi betri nýtingu mannaflans auk þess sem það rímar betur við þær takmarkanir sem gilda t.d í leikhúsum, bíóhúsum, tónleikastöðum og sundstöðum þar sem mun fleiri mega koma saman en á veitingastöðum.“

Í gær urðu þær breytingar á sóttvarnareglum að gestir veitingahúsa mega vera 20 í stað 15 áður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

SFV, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sendu í gær frá sér harðorða áskorun til stjórnvalda um að bregðast tafarlaust við stöðu veitingageirans áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Helmingur svarenda í skoðanakönnun samtakanna telur rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »