Rýmt á Seyðisfirði – sprunga gliðnað

Búið er að rýma svæðið þar sem hreinsunarstarf fer fram …
Búið er að rýma svæðið þar sem hreinsunarstarf fer fram á Seyðisfirði. Eggert Jóhannesson

Lögregluembættið á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að vinnusvæði þar sem m.a. unnið hefur verið að hreinsun eftir skriðuföll hafi verið rýmt. Er ástæðan sögð sú að sprunga sem myndaðist eftir skriðufall 18. desember hafi hugsanlega gliðnað. 

„Samkvæmt gögnum Veðurstofu er þó ekki að sjá hreyfingu á svæðinu en það er til frekari skoðunar og starfsmenn Veðurstofu á vettvangi.

Vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir fljótlega. Allar ábendingar af þessum toga eru teknar alvarlega,“ segir í tilkynningunni. 

Uppfært: 13:36

Samkvæmt upplýsingum mbl.is þóttust menn sjá breytingar á sprungunni og var þess vegna gripið til þessara ráðstafana. Mælingar eru í gangi. 

mbl.is