Skoðuðu yfir fimm milljónir blaðsíðna af Morgunblaðinu

Prentsmiðja Morgunblaðsins. Blaðið hefur verið það langvinsælasta á timarit.is frá …
Prentsmiðja Morgunblaðsins. Blaðið hefur verið það langvinsælasta á timarit.is frá því vefurinn tók til starfa 2002. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vefurinn timarit.is verður sífellt vinsælli meðal landsmanna. Heimsóknum inn á vefinn fjölgaði um 36% í fyrra frá árinu á undan og hafa aldrei verið fleiri. Hins vegar fækkaði flettingum á síðum lítillega.

Heimsóknir á vefinn árið 2020 voru 1.880.393 og hafði fjölgað um 494.341 frá árinu 2019. Flettingar voru 20.320.357. Landsbókasafnið – Háskólabókasafn hannaði og rekur þennan vinsæla vef.

Morgunblaðið er sem fyrr langvinsælasti titillinn árið 2020 með rúmlega 26% allra flettinga. Voru yfir fimm milljónir síðna Morgunblaðsins skoðaðar á vefnum í fyrra. Morgunblaðið hefur verið í efsta sætinu allar götur frá því vefnum var hleypt af stokkunum árið 2002. Á timarit.is er hægt að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár, meira en 1,2 milljónir blaðsíðna.

Dagblaðið Vísir (DV) kemur næst með 10,6% flettinga og Fréttablaðið er í þriðja sæti með 5,3% flettinga. Á lista yfir 10 vinsælustu titlana er að finna nokkur blöð sem eru hætt að koma út, þar á meðal „flokksblöðin“ Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið. Röð vinsælustu titlanna er sýnd á meðfylgjandi grafi.

Á timarit.is hefur verið safnað saman tæplega 1.400 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Á árinu 2020 bættust við 96 titlar með samtals 181.336 blaðsíðum. Alls voru 1.372 titlar aðgengilegir í árslok, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »