Þrír í varðhald vegna árásar í nótt

Líkamsárásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt fimmtudagsins 14. …
Líkamsárásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt fimmtudagsins 14. janúar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í átta daga gæsluvarðhald, til 22. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Krafan var gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna, í þágu rannsóknar lögreglu á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur síðastliðna nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn en lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um hana að svo stöddu.

mbl.is