350 milljónir í að tryggja millilandaflug

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Alls námu heildarframlög hins opinbera til að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu vegna Covid-19 faraldursins um 350 milljónum króna árið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 

Nokkrir aðskildir samningar voru gerðir við Icelandair yfir árið af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. 

Heimildir í samningi við Icelandair frá 17. maí námu 500 milljónum króna en ekki reyndist nauðsynlegt að nýta alla þá fjárhæð.

„Markmið samninganna hefur verið að tryggja mikilvæga farþega- og fraktflutninga til og frá landinu. Í upphafi var það ennfremur gert til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar, sem staddir voru erlendis, gætu fundið sér leið heim í upphafi faraldursins,“ segir í tilkynningunni frá stjórnarráðinu.

Frekari upplýsingar um samningana má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert