Bekkjum fjölgaði lítillega síðustu ár

Ljósabekkur.
Ljósabekkur.

Ljósabekkjum á landinu fækkaði mikið á umliðnum tíu til 15 árum eða þar til á allra síðustu árum að ljósabekkjum tók að fjölga lítillega á ný.

Geislavarnir ríkisins vekja athygli á þessu í frétt á vefsíðu sinni en nýlokið er talningu á fjölda ljósabekkja sem almenningi er seldur aðgangur að. Geislavarnir segjast ráða fólki eindregið frá því að nota ljósabekki enda fylgi notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini.

„Lítilleg aukning hefur orðið á heildarfjölda ljósabekkja frá síðustu talningu sem fór fram árið 2017. Aukningin hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur hins vegar minnkað lítillega, [...],“ segir í fréttinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert