„Eitthvert ósætti á milli manna“

Lögreglumenn fyrir utan Borgarholtsskóla.
Lögreglumenn fyrir utan Borgarholtsskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið upplýsingar frá fjölda manns vegna árásarinnar í Borgarholtsskóla, meðal annars frá vitnum og þeim sem voru handteknir vegna málsins.

Að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns gengur rannsókn málsins vel og er lögreglan að ná utan um það sem gerðist. „Tildrögin eru þau að það er eitthvert ósætti á milli manna en nákvæmlega hvað verður til þess að menn fara að útkljá málin með þessum hætti er nokkuð sem við verðum að skoða,“ segir Margeir og talar um ósætti á milli manna og hópa.

Einn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki var fallist á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum piltum sem voru einnig handteknir vegna málsins. Aðspurður vill Margeir ekkert tjá sig um það hvort játning liggur fyrir.

Lögreglumaður ásamt leitarhundi.
Lögreglumaður ásamt leitarhundi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert