Fengu sér kavíar á K2: „Fimm stjörnu hótel“

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali.
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali. Ljósmynd/Facebook

John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður komst í þriðju búðir á K2 í dag ásamt Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali, feðgunum sem fylgja honum. John Snorri greinir frá þessu á Facebook.

„Við erum komnir þriðju búðir og skildum búnaðinn okkar eftir þar. Svo fórum við aftur í búðir tvö til að fá okkur kex með kavíar sem ég kom með frá Íslandi. Á þessari stundu höfum við aðlagast vel,“ skrifar John Snorri. 

Í myndbandi af honum og Sajid Ali virðast þeir félagar nokkuð sáttir með veitingarnar og segir Ali glettinn að um sé að ræða „fimm stjörnu hótel“.

John Snorri og feðgarnir hafa því flutt tjald sitt og súrefni í þriðju búðir K2. Hann segir að allar ákvarðanir þeirra séu teknar á grundvelli fyrri reynslu og veðurspár. 

„Það er mikilvægt að halda einbeitingu í þessum erfiðu kringumstæðum, hinu ófyrirsjáanlega fjalli K2 og samkeppnisanda,“ skrifar John Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert