Fjárfestir í byltingarkenndri vöru

Ingólfur ásamt hópi fjárfesta er að setja á annað hundrað …
Ingólfur ásamt hópi fjárfesta er að setja á annað hundrað milljónir króna í verkefnið X-Mist. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er algjörlega byltingarkennd vara. Hún gæti komið til með að breyta sótthreinsun eins og við þekkjum hana,“ segir tónlistarmaðurinn og nú fjárfestirinn Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð.

Vísar hann í máli sínu til sótthreinsiúða fyrirtækisins X-Mist, sem nú eru að fara á markað hér á landi. Tónlistarmaðurinn er einn eigenda X-Mist.

Umræddar vörur eru unnar úr svokallaðri Bio Tabs-töflu sem framleidd er úr lífrænum efnum. Taflan heyrir undir sótthreinsiflokk sjö sem jafnframt er sterkasta sótthreinsun sem fyrirfinnst. Um skoska vöru er að ræða sem hefur verið í þróun frá árinu 2017.

Aðspurður í Morgunblaðinu í dag segist Ingólfur hafa heyrt af henni í gegnum góðan vin, Davíð Rúnarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert