Fjölsmiðjan og framhaldsskólar í samstarf

Undir samstarfssamninginn rituðu Ellen Calmon formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar, Hjördís Bára …
Undir samstarfssamninginn rituðu Ellen Calmon formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar, Hjördís Bára Gestsdóttir verkefnisstýra Fjölsmiðjunnar, Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla, Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Ljósmynd/Sturlaugur Sturlaugsson

Nú geta nemar Fjölsmiðjunnar sótt einingabært nám á 1. þrepi í samstarfsskólum Fjölsmiðjunnar. 

Fyrr í dag var samstarfssamningur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarholtsskóla, Fjölbrautarskólans við Ármúla, Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Tækniskólans undirritaður í húsnæði Fjölsmiðjunnar. 

Segir í tilkynningu frá Fjölsmiðjunni að í fyrstu verði boðið upp á nám í íslensku, stærðfræði og lífsleikni. Einingarnar sem nemarnir ljúka eru svo metnar til áframhaldandi náms ef svo er kosið. 

Aukin tækifæri til náms 

Síðastliðinn september hlaut Fjölsmiðjan viðurkenningu frá Menntamálastofnun sem framhaldsfræðsluaðili á 1. þrepi. 

„Þessi viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir starfsemi og nema Fjölsmiðjunnar þar sem nemar fá aukin tækifæri til náms í Fjölsmiðjunni sem metið verður til framhaldsskólaeininga. Þá er þetta ekki síður viðurkenning á þeirri þróun á faglegu starfi Fjölsmiðjunnar sem hefur átt sér stað á síðastliðnum árum.“ segir í tilkynningu frá Fjölsmiðjunni. 

Fjöl­smiðjan er sjálfseignarstofnun og á 20 ára farsæla sögu á þessu ári. Hún sinnir mikil­vægu hlut­verki hvað varðar félags­- og virkniúr­ræði fyrir ungmenni. Hægt er að kynna sér starfsemi Fjölsmiðjunnar betur hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert