Vandinn raungerist

Löng bið er nú eftir slátrun nautgripa. Birgðirnar eru því …
Löng bið er nú eftir slátrun nautgripa. Birgðirnar eru því heima á bæjunum, alveg eins og í frysti- ogkæligeymslum sláturhúsanna. Evrópusambandið styrkir afurðastöðvar til að frysta kjöt og geyma. mbl.is/Árni Sæberg

Offramleiðsla er á kjöti í landinu og birgðir safnast upp. Stafar það af minni neyslu vegna þess að færri ferðamenn koma vegna kórónuveirufaraldursins og ekki síst vegna mikils innflutnings á kjöti í kjölfar samninga sem gerðir voru við Evrópusambandið.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að aukinn innflutningur hafi gríðarleg áhrif á kjötmarkaðinn hér. Vandinn hafi verið nægur fyrir. „Það er talsverð birgðasöfnun, ekki aðeins í geymslum framleiðenda heldur líka heima á búunum þar sem margra mánaða bið er eftir slátrun nautgripa.

Langan tíma tekur að draga úr framleiðslu vegna þess hversu framleiðsluferillinn er langur, nema helst í kjúklingarækt. Þar tekur skemmri tíma að laga framleiðslu að markaði en í svínarækt og nautgriparækt.

Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því við ríkisstjórnina frá því síðastliðið vor að fresta útboðum tollkvóta vegna ástandsins, án árangurs. Tollkvótar fyrir innflutning frá Evrópusambandinu fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins voru auglýstir fyrir áramót auk tollkvóta fyrir Bretland fyrir allt árið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert