Viðbragðsáætlun gegn vá í skólum

Borgarholtsskóli. Árásin sem þar var gerð skaut fólki skelk í …
Borgarholtsskóli. Árásin sem þar var gerð skaut fólki skelk í bringu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gerð áætlunar um viðbrögð við mögulegri vá í framhaldsskólum er langt komin hjá Skólameistarafélagi Íslands (SMÍ).

„SMÍ hafði frumkvæði að gerð viðbragðsáætlunar vegna vár eða hættu í framhaldsskólum, meðal annars vegna hryðjuverka, skotárása og jarðskjálfta,“ segir Kristinn Þorsteinsson, formaður SMÍ, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinnu í dag.

Hann segir að viðbragðsáætlunin sé nú til yfirlestrar hjá ríkislögreglustjóra, verði svo send mennta- og menningarmálaráðuneytinu til undirritunar og fari þaðan til skólanna. Reiknað er með að gerð hennar ljúki á þessu skólaári.

Kristinn segir að undirbúningsvinna hafi staðið síðasta ár undir forystu Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, í samvinnu við ýmsa aðila. Hann telur að náttúruhamfarir eins og jarðskjálftar hafi einkum knúið á um gerð áætlunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert