Áhugi á að taka þátt í orkuverkefnum í Austur-Evrópu

Baldur Pétursson
Baldur Pétursson

íslensk fyrirtæki taka þátt í verkefnum við virkjun vatnsafls og jarðvarma sem Uppbyggingarsjóður EES styrkir í Rúmeníu og Póllandi. Útboð á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu voru kynnt á veffundi í fyrradag.

Nýlokið er útboði á virkjun jarðvarma í Rúmeníu og í gangi er útboð á sviði jarðvarma í Póllandi.

Uppbyggingarsjóður Evrópska efnahagssvæðisins aðstoðar ríki í Austur-Evrópu við ýmis orkuverkefni sem miða að því að auka hlut endurnýjanlegrar orku. EFTA-löndin hafa verið að aðstoða við gerð orkuáætlana í þessum löndum, þar sem áherslan er á endurnýjanlega orku og að draga úr loftslagsáhrifum.

Baldur Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, segir að ýmis verkefni hafi verið og séu að fara í útboð. Á kynningarfundi um fyrirhugað útboð verkefna á sviði vatnsafls í Rúmeníu var góð þátttaka; frá Noregi, Íslandi og Rúmeníu, að því er Baldur segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »