Bíll í sjóinn í Skötufirði

Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun.
Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun. Graf/mbl.is

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum vegna bíls sem fór í sjóinn vestan megin í Skötufirði nú á ellefta tímanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin vestur og önnur verður send fljótlega með kafara um borð. 

Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð en björgunarsveitir voru boðaðar út og björgunarskip af norðanverðum Vestfjörðum einnig klukkan 10:20. 

mbl.is