Fækkun farþega um 3,3 milljónir

Stigið inn í strætó.
Stigið inn í strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegum með Strætó á höfuðborgarsvæðinu fækkaði á síðasta ári um 3,3 milljónir, fóru úr 12,2 milljónum árið 2019 í tæplega 8,9 milljónir í fyrra. Farþegatekjur Strætó minnkuðu um 800 milljónir króna og útlit er fyrir að árið verði gert upp með 500 milljóna króna halla, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó.

Árið byrjaði vel, farþegafjöldi jókst fyrstu tvo mánuði síðasta árs og var aðeins umfram áætlanir. Með kórónuveirufaraldrinum og sóttvarnaaðgerðum kom bakslagið og staðan gjörbreyttist.

„Árið var erfitt hjá okkur eins og hjá öðrum og fjöldi farþega dróst verulega saman í mars um leið og fjöldatakmarkanir voru settar á,“ segir Jóhannes. Þessi þróun hélt áfram út árið og alla mánuði ársins, að janúar og febrúar undanskildum, fækkaði farþegum hjá Strætó miðað við 2019.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes að Strætó hafi brugðist við vandanum á ýmsan hátt. Þannig hafi næturakstri verið hætt í framhaldi af banni á margvíslega starfsemi síðla kvölds og á nóttunni. Einnig hafi Strætó hætt að nota aukavagna, sem áður voru kallaðir inn til að mæta álagstoppum í venjulegu ári. Ekki var þörf á slíku í fyrra á ári fjarnáms og heimavinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert