Fólkið úr bílnum flutt á Landspítalann

Allir þeir sem voru í bílnum sem fór út af Djúpvegi í Skötufirði og hafnaði í sjónum í morgun eru komnir um borð í þyrlur Landhelgisgæslunnar. Verða þeir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík.

Lögreglan hefur þegar tilkynnt aðstandendum slysið en ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Um fjölskyldu er að ræða. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi.

Þrennt var í bíln­um sem hafnaði í sjón­um í Skötuf­irði á ell­efta tím­an­um í morg­un. Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um sagði í samtali við mbl.is í morgun að bíll­inn hefði farið út af veg­in­um og endað úti í sjó þar sem hann hafnaði á hliðinni. Aðstæður á slysstað hefðu verið mjög erfiðar.

Rögnvaldur segir að veg­far­end­ur sem komu að slys­inu hafi unnið þrek­virki við að hjálpa til við að bjarga þeim úr sjón­um og hlúa að þeim áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. 

Fjöl­mennt lið lög­reglu, sjúkra­flutn­inga og lækna, slökkviliðs og björg­un­ar­sveita var sent á vett­vang auk þess sem tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæs­unn­ar voru kallaðar út og send­ar á vett­vang. Þá var sam­hæf­ing­ar­stöð í Björg­un­ar­miðstöðinni í Skóg­ar­hlíð virkjuð.

Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun.
Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun. Graf/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert