Lítið er um inflúensu og öndunarfærasýkingar

Bólusett við flensu.
Bólusett við flensu. mbl.is/Hari

„Ástandið hvað varðar inflúensu og öndunarfærasýkingar nú er eins og í mjög rólegu ári,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fá tilfelli árlegrar inflúensu hafa greinst og lítið verið um öndunarfærasýkingar. Fjögur inflúensutilfelli höfðu greinst á einni viku, síðast þegar Landspítalinn birti tölur.

„Það hafa alveg komið svona ár þegar ástandið hefur verið líkt og nú í fyrstu og annarri viku ársins,“ sagði Óskar. En árleg inflúensa hefur stundum verið komin í töluverðum mæli á þessum tíma, eins og árin 2016-2018 að sögn Óskars. Í slíkum árum greinir veirufræðideild Landspítalans 30-40 inflúensutilfelli á hverri viku.

Risið í árlegri inflúensu er oftast einhvern tíma frá viku 50 og til vikna 3-4. Nú er 2. vika ársins. Hvergi hafa sést vísbendingar um ris í útgefnum tölum um inflúensusmit það sem af er, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »