Fluttur í farsóttarhúsið af lögreglu

Ljósmynd af hótelinu af Booking.com

Lögreglan hafði uppi á einum einstaklingi í nótt sem hafði greinst jákvæður fyrir Covid-19 við komuna til landsins en hann hafði ekki sinnt reglum um einangrun. Maðurinn var fluttur í farsóttarhús. 

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð hefðbundin í nótt. Fimm ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og sex undir áhrifum áfengis. Einn ökumaður var vistaður í fangaklefa því hann hafði orðið valdur að umferðaróhappi.

Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu en engin þeirra telst vera meiri háttar. Fjórir einstaklingar gista fangageymslur í tengslum við þessar líkamsárásir. Einn var handtekinn við að brjótast inn í bifreiðar í miðbænum og verður hann yfirheyrður í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert