Opnað í Bláfjöllum í dag

Mynd úr safni af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þeir sem ætla …
Mynd úr safni af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þeir sem ætla á skíði í dag verða að kynna sér þær reglur sem gilda og kaupa miða fyrir fram. mbl.is/Golli

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað klukkan 10 og verður opið til klukkan 17. Þar sem gríðarleg ísing er á öllum lyftum verður ekki hægt að opna Kónginn fyrr en klukkan 11.

Klukkan átta í morgun var tveggja stiga frost, , 3-4 m/sek og þoka. Færið er troðinn nýr snjór en er nokkuð blautur.

Göngubraut verður lögð en ekki vitað hvar. Enn þá er bleyta á Leirunum.

Áætlað er að Skálafell opni fyrstu helgina í febrúar og verði eftir það opið um helgar, ef veður leyfir. 

Sjá nánar hér

mbl.is