Rýmingu á Seyðisfirði aflétt

Seyðisfjörður eftir að aurskriðurnar féllu.
Seyðisfjörður eftir að aurskriðurnar féllu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rýmingu á þeim svæðum á Seyðisfirði sem voru rýmd á föstudagskvöld hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Íbúar á þeim svæðum geta því haldið til síns heima.

Ákvörðunin var tekin í samráði við Veðurstofu Íslands, en engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir rigningu á föstudagskvöld fram á seinnipart laugardags í gær og ekki hefur orðið vart við óstöðugleika. Vatnshæð í borholum hefur ekki aukist umtalsvert, og því er talið óhætt að aflétta rýmingu.

Um eftirtalin hús er að ræða:

  • Öll hús við Botnahlíð
  • Múlaveg 37
  • Baugsveg 5
  • Austurveg 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56.

Rýmingu er einnig aflétt af öllum húsum við Fossgötu. Hús hafa sætt rýmingu þar frá því í vikunni fyrir jól þegar stjóra skriðan fell. Farvegur Búðarár hefur síðan verið dýpkaður og lagfærður. Í ljósi þess sem og þess stöðugleika sem hefur sýnt sig í hlíðum þykja ekki efni til að viðhalda rýmingu á Fossgötu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert