„Sleginn“ yfir handtöku Navalnís

Navalní rétt eftir komuna til Moskvu í dag.
Navalní rétt eftir komuna til Moskvu í dag. AFP

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist vera „sleginn“ yfir handtöku rússnesku lögreglunnar á Alexei Navalní við komu hans til Moskvu frá Berlín. 

Guðlaugur segir í færslu á twitter að rússnesk yfirvöld ættu að láta Navalní lausan úr haldi án tafar. Þá segir hann enn fremur að rússneskum yfirvöldum beri að greina frá því hvernig málum var háttað þegar eitrað var fyrir Navalní á síðasta ári. 

Fleiri utanríkisráðherrar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af handtökunni, meðal annars utanríkisráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert