Blóðflæði í öllum fingrum Guðmundar

Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni Sylwiu Gretarsson Nowakowska sem hann …
Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni Sylwiu Gretarsson Nowakowska sem hann kynntist úti í Lyon. mbl.is/Hari

Guðmundur Fel­ix Grét­ars­son, sem fékk grædda á sig hand­leggi á sjúkra­húsi í Lyon í Frakklandi fyrir fimm dögum, hitti í dag æðaskurðlækni í fyrsta skipti eftir aðgerðina. Læknirinn staðfesti blóðflæði í öllum fingrum Guðmundar.

Greint er frá þessu á facebook-síðu Guðmundar í kvöld.

Þar segir enn fremur að blóðflæði sé gott og allt líti vel út.

Guðmund­ur Fel­ix missti báða hand­leggi í slysi árið 1998. Þetta er í fyrsta sinn sem svo flókin aðgerð er framkvæmd en hend­ur voru grædd­ar á Guðmund að öxl­um meðtöld­um.

Aðgerðin tók 14 klukku­stund­ir og sá sitt hvort teymi lækna um ann­ars veg­ar ágræðsluna og hins veg­ar um að fjar­lægja hand­leggi af gjaf­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert