Dæmd fyrir fjárdrátt og þjófnað af Olís

Dómurinn gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómurinn gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Fyrrum starfsmaður Olís var dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa dregið að sér fé og stolið sígarettupökkum. Refsingin fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hún skilorð.

Dómurinn var kveðinn upp fimmtudaginn 14. janúar, en í honum segir að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé úr sjóðsvél Olísverslunar í þrettán skipti, samtals að fjárhæð 95 þúsund krónur.

Þá var hún dæmd fyrir þjófnað, fyrir að hafa stolið samtals fimm pökkum af Marlboro Red-sígarettum. Konan játaði skýlaust brot sín og var það virt henni til refsimildunar.

mbl.is