Eldur í þurrkara í Barðavogi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í einbýlishúsi í Barðavogi rétt fyrir klukkan hálftólf í gærkvöldi.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hafði kviknað í þurrkara. Eldurinn sem kom upp skemmdi heitavatnsrör sem varð til þess að eldurinn slokknaði af völdum þess. Bjargaði það því umtalsverðum skemmdum.

Ein kona var heima við þegar eldurinn kom upp og varð henni ekki meint af.

mbl.is