Fjórir greindust innanlands

Sýnataka vegna Covid-19 fer fram við Suðurlandsbraut.
Sýnataka vegna Covid-19 fer fram við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru tveir í sóttkví. Þetta kemur fram á Covid.is. Sex smit greindust á landamærunum. Þar af bíða fjórir eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. Tveir voru með virk smit.

Samtals eru 143 í einangrun, sem er fækkun um 17 síðan síðustu tölur voru birtar á vefsíðunni á föstudaginn. 19 eru á sjúkrahúsi, líkt og á föstudaginn, og enginn er á gjörgæslu. 

Alls voru tekin 1.025 sýni, þar af voru 518 sýni tekin á landamærunum. 482 sýni voru tekin hjá þeim sem voru með einkenni og sóttkvíar- og handahófsskimanir voru 25. 

93 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, 16 á Suðurlandi og 15 á Suðurnesjum. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa lækkar frá því fyrir helgi úr 18,5 í 16,1. Nýgengi smita á landamærunum lækkar úr 29,5 í 26,2. 

Samtals eru 177 í sóttkví, sem er fækkun um 52 síðan á föstudaginn. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert