Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg

Við Ólafsfjarðarmúla. Mynd úr safni.
Við Ólafsfjarðarmúla. Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg við Ólafsfjarðarmúla undir kvöld og hefur veginum verið lokað af þeim sökum. Óvissustig vegna snjóflóðahættu hafði verið í gildi frá miðjum degi.

Á facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur fram að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi komið að flóðinu undir kvöld.

Vegurinn verður lokaður a.m.k. þar í birtingu á morgun, þriðjudag, en þá verða aðstæður metnar og ákvörðun tekin um framhaldið.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og éljagangur og skafrenningur víða á norðurhluta landsins. Greiðfært að mestu á Suðausturlandi, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert