Vill sálfræðinga í skólana

Kolbrún Baldursdóttir.
Kolbrún Baldursdóttir. mbl.is/Eggert

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að sálfræðingar skólaþjónustu borgarinnar hafi aðsetur í þeim skólum sem þeir sinna í stað þjónustumiðstöðva. Hún leggur á þriðjudag fram tillögu þess efnis í borgarstjórn.

Þá er lagt til að skólasálfræðingarnir heyri beint undir skólastjórnendur sem ákvarði í samráði við nemendaverndarráð verkefnalista sálfræðings án miðlægra afskipta.

Alls eru 837 börn á biðlista eftir þjónustu fagfólks í skólum Reykjavíkur, einkum þjónustu sálfræðinga. Er það mat Kolbrúnar, sem sjálf er sálfræðingur að mennt, að með því að færa aðsetur sálfræðinga til skólanna væru þeir í daglegri tengingu við börn og kennara og yrðu hluti af skólasamfélaginu. Með núverandi fyrirkomulagi þekki börn ekki skólasálfræðing sinn og foreldrar viti upp til hópa ekki af úrræðinu. Þá telur hún að skilvirkni yrði meiri og þjónusta við börnin betri með því að færa þjónustuna nær börnunum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert