Atvinnusvæði á Keldum

Keldur Verðmætt byggingarland í borginni sem nýtt verður á næstu …
Keldur Verðmætt byggingarland í borginni sem nýtt verður á næstu árum Árni Sæberg

Sjálfstæðismenn leggja til á fundi borgarstjórnar í dag, að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja þegar skipulagningu atvinnulóða fyrir stofnanir og fyrirtæki í Keldnalandi.

„Við höfum horft upp á flótta fjölda fyrirtækja og stofnana úr Reykjavík að undanförnu,“ segir Eyþór Arnalds í Morgunblaðinu í dag. „Því viljum við snúa við, svo höfuðborgin standi undir nafni.“

Eftir að borgarstjórnarmeirihlutinn féll frá umdeildum áformum um atvinnusvæði í Úlfarsárdal var lagt til að atvinnustarfsemi fengi viðbótarheimildir í skipulagi vestast í Vesturbænum, en það segir Eyþór ganga þvert gegn aðalskipulagi og áliti skipulagsverkfræðinga.

„Það yrði beinlínis til þess að gera umferðarteppurnar óleysanlegar. Í Keldnalandi er hins vegar nægt landrými, rúmar 1,5 milljónir fermetra, og með því að skipuleggja stórar atvinnulóðir þar mætti draga úr álagstoppum í umferð á háannatímum og koma á betra jafnvægi atvinnusvæða og íbúðabyggða í borginni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert