Eftirfylgni verkefna á Seyðisfirði nauðsynleg

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Arnþór Birkisson

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, segir að nú mánuði eftir að skriðuföll urðu á Seyðisfirði bíði ærin verkefni íbúa og yfirvalda að vinna úr og til þess þurfi úthald og eftirfylgni. 

Líneik segir að áfram þurfi að styðja og hlúa að fólkinu á Seyðisfirði, „ekki síst öllum innflytjendunum sem margir eru fjarri stórfjölskyldum.  Það er vel að sálfræðiþjónusta við Seyðfirðinga hefur verið efld, en fleiri gegna mikilvægu hlutverki í þessu sambandi s.s. samferðafólk, kirkjan og Rauði krossinn.“

Þá segir Líneik þörf á að endurskoða áhættumat, meta þurfi leiður til vöktunar og ofanflóðavarna, endurskoða skipulag, varðveislu menningarminja og uppbyggingu mannvirkja. 

Kraftur Seyðfirðinga nægur

„Margt þarf að gerast hratt en í annað er mikilvægt að gefa sér tíma s.s. mótun framtíðar skipulags byggðar og vinnu að framtíðarsýn við vörslu menningarverðmæta.

Stofnanir ríkis og sveitarfélaga þurfa að hver og ein að rækja sitt hlutverk í þeim verkefnum sem fyrir liggja.  Gleymum því samt ekki að uppbygging veltur á dug og krafti Seyðfirðinga sjálfra sem þeir hafa sannarlega sýnt að þeir eiga nóg af, “ sagði Líneik Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert