Eldur kviknaði í bíl

Slökkviliðið fór á vettvang.
Slökkviliðið fór á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í mannlausum fólksbíl í Garðabænum á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafði bílnum verið lagt á bílastæði við Vífilsstaði. Hann var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Engin hætta var á ferð og ekki er vitað um eldsupptök.

mbl.is