Fjórir vilja eignast varðskipið Ægi

Varðskipið Ægir í Sundahöfn
Varðskipið Ægir í Sundahöfn mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjögur fyrirtæki gáfu sig fram þegar Ríkiskaup óskuðu eftir tilboðum og góðum hugmyndum um nýtingu varðskipsins Ægis sem til stendur að selja.

Meðal bjóðenda er verslunin Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri en aðstandendur verslunarinnar vinna að því að koma upp snjóflóðasafni.

Varðskipið Ægir er ekki lengur í notkun og vill ríkið selja það. Þeir sem lögðu inn tilboð, auk Flateyringa, eru Palsson ehf. og PSP ehf., bæði skráð í Kópavogi, og TC Offshore ehf. í Reykjanesbæ. Ríkiskaup upplýsa ekki á þessari stundu hvaða hugmyndir bjóðendur kynntu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert