Hosteli við Hlemm verði breytt í íbúðir

Laugavegur 105. Hlemmur Square var með starfsemi þar um sjö …
Laugavegur 105. Hlemmur Square var með starfsemi þar um sjö ára skeið en rekstrinum var hætt í nóvember sl. mbl.is/Styrmir Kári

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hinn 8. janúar sl. var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar arkitekts fyrir hönd eiganda um að gera allt að 36 íbúðir á 3., 4. og 5. hæð hússins nr. 105 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Í húsinu var um sjö ára skeið rekið sambland af hosteli og hóteli undir nafninu Hlemmur Square. Rekstrinum var hætt í nóvember sl. vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Klaus Ortlieb eigandi kvaðst sorgmæddur að þurfa að tilkynna lokun staðarins.

Áformað er að áfram verði miðbæjartengd starfsemi á 1. hæð hússins, segir í erindinu til skipulagsfulltrúa. Lýsing á núverandi starfsemi í húsinu: Á 1. hæð eru fyrir skrifstofur á vegum Reykjavíkurborgar og veitingastaður. Á 2. hæð eru fyrir 11 íbúðir. Á 3., 4. og 5. hæð hefur síðustu ár verið starfrækt hótel/hostel með móttöku og veitingasölu á 1. hæð en á 6. hæð eru fyrir tvær íbúðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »