Mikil líkindi með vörumerkjunum

Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson (t.v.) og Einar Ágústsson hafa verið …
Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson (t.v.) og Einar Ágústsson hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti upp á tugi milljóna í tengslum við starfsemi félagsins Zuism trúfélag Samsett mynd

Vörumerki pítsustaðarins Slæs í Garðabæ ber mikil líkindi með vörumerki samskonar staðar í Bandaríkjunum. Síðarnefndi staðurinn ber heitið Firecraft Artisan Pizza og er staðsettur í Suður-Dakóta. Er staðurinn þekktur fyrir handgerðar ítalskar pítsur. 

Eins og mbl.is greindi hafa bræðurn­ir Ein­ar Ágústs­son og Ágúst Arn­ar Ágústs­son, sem jafn­an eru kennd­ir við trú­fé­lagið Zuism eða hóp­fjár­mögn­un­ar­síðuna Kickst­art­er, opnað pítsustaðinn Slæs. Fé­lagið Megn ehf. er skráð fyr­ir vefsíðu Slæs en fé­lagið er í eigu Ein­ars sem einnig er stjórn­ar­maður. Ágúst Arn­ar er varamaður í stjórn.

Bræðurn­ir hafa verið dug­leg­ir að rata í fjöl­miðla vegna viðskipta­æv­in­týra síðastliðin ár. Báðir voru þeir ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti við starf­semi trú­fé­lags­ins Zuism en þeir neituðu báðir sök við þing­fest­ingu máls­ins í des­em­ber á síðasta ári.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan virðist sem hluti vörumerkis Firecraft sé nú orðið að aðalvörumerki Slæs. Efst í vörumerki Firecraft er mynd af pítsusneið en útlit er fyrir að bræðurnir hafi skorið það út og nýtt sem vörumerki á eigin stað. 

Svo virðist sem vörumerki Slæs sé klippt út úr vörumerki …
Svo virðist sem vörumerki Slæs sé klippt út úr vörumerki Firecraft. Samsett mynd
mbl.is