Sautján andlát vegna hópsmits á Landakoti

Hópsmit kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í október.
Hópsmit kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rekja má andlát sautján einstaklinga til hópsmits kórónuveiru á Landakoti, sem kom upp á spítalanum í október. Fjórtán þeirra létust á Landspítala í kjölfar þess að smitið kom upp, en þrír til viðbótar létust á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, um fjölda sýkinga og andláta af völdum kórónuveirunnar.

Þrjú önnur andlát má rekja til smita á öðrum sjúkrastofnunum. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík létust þannig tveir einstaklingar, auk þess sem einn lést á Landspítala eftir smit á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.

Alls hafa 29 látist af völdum veirunnar á Íslandi og því er ljóst að hópsmitið á Landakoti stendur undir meirihluta þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert