Svavars minnst á Alþingi

Steingrímu J. Sigfússon, forseti Alþingis, minntist látins félaga við upphaf …
Steingrímu J. Sigfússon, forseti Alþingis, minntist látins félaga við upphaf þingfundar í dag. Skjáskot af þingfundi

Svavars Gestssonar var minnst við upphaf þingfundar í dag. Svavar, sem var fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést í gær.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las upp minningarorð um Svavar en þeir störfuðu saman um árabil. Um félaga sinn sagði hann meðal annars:

„Þótt tveir áratugir séu liðnir frá því að Svavar Gestsson lauk þingmennsku erum við enn nokkur hér sem höfðum kynni af honum sem stjórnmálamanni og síðar embættismanni, sennilega þó fáir meiri en sá sem hér stendur og mælir þessi minningarorð um einn nánasta samferðamann sinn og vin á löngum stjórnmálaferli.

Við alþingismenn vottum dóttur hans, Svandísi, sem á sæti í þessum sal með okkur, samúð okkar óskipta, nú þegar hún sér á bak föður, vini og einlægum stuðningsmanni.“

Venju samkvæmt reis þingheimur úr sætum sínum til að minnast fyrrverandi alþingismanns. 

Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert