Fær Núllið götunúmerið eitt?

Núllið. Almenningssalernið við hlið Stjórnarráðsins. Til stendur að afmarka sérstaka …
Núllið. Almenningssalernið við hlið Stjórnarráðsins. Til stendur að afmarka sérstaka lóð undir þetta mannvirki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo gæti farið að almenningssalernið neðst í Bankastræti, sem í daglegu tali er kallað Bankastræti núll, fái sérstaka lóð og þá mögulega nýtt númer, Bankastræti 1.

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) fyrir hönd forsætisráðuneytis og Ríkissjóðs Íslands hefur óskað eftir því að lóðin Lækjargata 1 verði deiliskipulögð. Ekkert slíkt skipulag er í gildi fyrir lóðina en þar sem til stendur að byggja viðbyggingu við hús Stjórnarráðsins á lóðinni er þörf á deiliskipulagi.

Í tengslum við þessa vinnu hefur Framkvæmdasýslan sent inn umsókn til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna breytinga á lóðarmörkum Lækjargötu 1.

„Ný lóð mun afmarkast af núverandi lóðarmörkum við Bankastræti og útbrúnum steyptra veggja umhverfis tröppu að Núllinu innan lóðar ráðuneytisins, þar sem steyptir veggir telja með tröppunni. Með þessu verði til tvær aðgreindar lóðir, sem verða báðar í eignarhaldi Ríkissjóðs Íslands,“ segir í umsókninni sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert