Festist með handlegginn undir bílnum

Frá vettvangi slyssins í dag.
Frá vettvangi slyssins í dag. Ljósmynd/Aðsend

Ökumaður flutningabíls var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eftir að bíllinn fór á hliðina á Vesturlandsvegi við Skipanes, norðan við Akrafjall.

Að sögn Jóns S. Ólafssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, varð slysið um tólfleytið. Talið er að bíllinn hafi fokið á hliðina. Ökumaðurinn festist með annan handlegginn undir bílnum og þurfti að kalla til krana til að lyfta bílnum af honum.

Búið er að opna veginn í bili en honum verður líklega lokað aftur þegar um hægist til að hægt verði að hífa bílinn upp og flytja hann í burtu.

Löng bílaröð myndaðist á vettvangi.
Löng bílaröð myndaðist á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is