Kanna stöðu jafnréttismála í íþróttum

Handbolti. Ráðist verður í jafnréttisúttekt hjá Fram og Víkingi í …
Handbolti. Ráðist verður í jafnréttisúttekt hjá Fram og Víkingi í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er algjörlega ljóst af þessum úttektum að íþróttafélögin gera margt mjög vel en það er líka hægt að gera betur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar.

Á fundi ráðsins í síðustu viku var samþykkt að í ár verði gerð jafnréttisúttekt á þremur íþróttafélögum í borginni, ÍR, Fram og Víkingi. Verða þau síðustu hverfisíþróttafélögin í Reykjavík sem gerð er úttekt á, en árið 2016 var sams konar úttekt gerð á Fjölni, Þrótti og KR. Í fyrra var úttekt gerð á Ármanni, Fylki og Val.

„Við viljum að öllum líði vel í Reykjavík og það eru gerðar kröfur til íþróttafélaganna um að allir hafi jöfn tækifæri til að stunda íþróttir, óháð því hvaða hópi þeir tilheyra. Félögin fá enda peninga frá borginni í gegnum ÍBR,“ segir Dóra Björt í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir að meðal þess sem kannað er við jafnréttisúttektir sé hvort íþróttafélög séu með virkar jafnréttisáætlanir og siðareglur og hvernig fjármagni sé skipt á milli kynja hjá félögunum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Dóra Björt Guðjónsdóttir. mbl.is/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert