Ökumaður hvíts sendibíls gefi sig fram

Keyrt var á vegfarandann í dag.
Keyrt var á vegfarandann í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur ökumann hvíts sendibíls, sem keyrði á gangandi vegfaranda á gangbrautarljósum í Njarðvík fyrr í dag, til að gefa sig fram við lögreglu.

Einnig beinir lögreglan því til mögulegra vitna að hafa samband. Atvikið varð um klukkan hálftvö eftir hádegi.mbl.is