Tólf milljónir til verslana í strjálbýli

Kauptún á Vopnafirði fékk styrk.
Kauptún á Vopnafirði fékk styrk.

Þrjár verslanir í strjálbýli hafa fengið úthlutað styrkjum, samtals að upphæð tólf milljónum króna. Alls bárust fimm umsóknir og var sótt um samtals tæplega 35 milljónir fyrir þetta ár.

Hríseyjarbúðin fær eina milljón króna í styrk. Verslun á Reykhólum hlýtur styrk að upphæð 5,8 milljónir vegna stofnkostnaðar við opnun og reksturs. Kauptún í Vopnafirði fær 5,2 milljónir í styrk.

Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 og hefur samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra staðfest tillögur valnefndar um úthlutunina. Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, segir m.a. á heimasíðu Byggðastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »