Tölfræði um bólusetningar nú aðgengileg

Í gær höfðu 5.725 einstaklingar fengið fyrsta skammt af bóluefni …
Í gær höfðu 5.725 einstaklingar fengið fyrsta skammt af bóluefni og 480 til viðbótar hafa lokið við bólusetningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tölur um bólusetningar við Covid-19 hér á landi eru nú birtar á vefnum covid.is, en þar má meðal annars sjá fjölda bólusettra eftir aldri, landshluta og hvernig bólusetning skiptist á milli mismunandi tegunda bóluefnis.Þá er jafnframt að finna á síðunni yfirlit yfir það hvenær bóluefni var gefið.

Samkvæmt tölum á síðunni er bólusetning hafin hjá 5.725 einstaklingum og 480 til viðbótar hafa lokið við bólusetningu, það er þeir hafa fengið báða skammta bóluefnisins. Þess ber að geta að tölurnar ná aðeins fram til gærdagsins og því eru bólusetningar í dag ekki taldar þar með.

Lang hæsta hlutfall þeirra sem hafa verið bólusettir hingað til tilheyra elstu aldurhópunum, en einnig hafa starfsmenn í heilbrigðisþjónustu í yngri aldursflokkum fengið bólusetningu.

Lang flestir sem hafa fengið bóluefni hafa fengið bóluefni frá Pfizer-BioNTech, eða 4.946 einstaklingar. 1259 hafa fengið bóluefni frá Moderna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert