109 tilkynningar um grun um aukaverkanir

Frá bólusetningu vegna Covid-19.
Frá bólusetningu vegna Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lyfjastofnun Íslands hafa borist 109 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir vegna bólusetningar við Covid-19 og fjölgar þeim um 23 á milli daga. Alvarlegum tilkynningum hefur ekki fjölgað síðan á mánudag. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Lyfjastofnunar.

Níu tilkynninganna eru alvarlegar, eins og áður, og eru því 100 tilkynninganna ekki alvarlegar. 75 tilkynninganna 109 eru vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech sem ber heitið Comirnaty, en 34 tilkynninganna 109 eru vegna Covid-19 bóluefnis Moderna. 

Ein­ung­is ein al­var­leg til­kynn­ing hef­ur borist vegna bólu­efn­is Moderna. Í því til­felli er um að ræða bráðaof­næmi sem kom upp hjá bólu­sett­um ein­stak­ling.

Graf/Lyfjastofnun

Beinn sam­an­b­urður ómögu­leg­ur

Hafa ber í huga að mun fleiri hafa verið bólu­sett­ir með bólu­efni Pfizer en bóluefni Moderna. Þá voru einnig veik­ari og eldri ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir með bólu­efni Pfizer en bólu­efni Moderna. 

„Þar sem bólu­efn­in ber­ast ekki á sama tíma er óhjá­kvæmi­legt að hóp­ar mis­mun­andi að sam­setn­ingu fái ólík bólu­efni. Það ger­ir bein­an sam­an­b­urð milli þeirra ómögu­leg­an. Í fyrstu for­gangs­hóp­um bólu­setn­ing­ar er meðal ann­ars heil­brigðis­starfs­fólk, en því ber skylda til að til­kynna um auka­verk­an­ir sam­kvæmt lyfja­lög­um og  hef­ur þessi skylda áhrif á fjölda til­kynn­inga, og þá til fjölg­un­ar þeirra, að mati Lyfja­stofn­un­ar,“ seg­ir á vef Lyfja­stofn­un­ar og jafn­framt:

„Auk heil­brigðis­starfs­manna eru aldraðir ein­stak­ling­ar fremst­ir í for­gangi bólu­setn­ing­ar. Marg­ir þeirra hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Því má bú­ast við fleiri til­kynn­ing­um vegna bólu­setn­ing­ar í þeim hópi, en hins veg­ar þarf ekki að vera um or­saka­sam­band að ræða milli bólu­setn­ing­ar og til­kynntra til­vika.  Slíkt er metið í hverju til­felli fyr­ir sig.“

Á vef Lyfja­stofn­un­ar kem­ur einnig fram að mik­il­vægt sé að hafa hug­fast að fjöldi til­kynn­inga vegna gruns um auka­verk­anir segi ekki til um tíðni raun­veru­legra auka­verk­ana eft­ir bólu­setn­ingu eða ör­yggi bólu­efna.

„Slík­ar til­kynn­ing­ar eru notaðar til að fylgj­ast með ör­yggi lyfja eft­ir að notk­un þeirra hefst og er það gert m.a. með því að meta hvort lík­ur séu á því að or­saka­sam­band sé milli lyfja­notk­un­ar og þess til­viks sem til­kynnt er. Þannig er ekki víst að til­kynn­ing­arn­ar end­ur­spegli raun­veru­leg­ar auka­verk­an­ir af bólu­efn­un­um en það er metið í hverju til­felli fyr­ir sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert