Bannað að leigja út sumarbústaðina

Mynd úr safni af sumarbústöðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Mynd úr safni af sumarbústöðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þingvallanefnd samþykkti á síðasta fundi sínum í desember að sumarhúsaeigendur innan þjóðgarðsins mættu ekki leigja húsin sín í gegnum Airbnb, eða aðrar sambærilegar leigur.

Um 70 sumarhús eru innan þjóðgarðsins og hafði nefndin fengið nokkrar fyrirspurnir frá sumarbústaðaeigendum sem vildu fá að setja húsin sín á slíkar síður.

Síðasti samningur var gerður við lóðahafa fyrir áratug og síðan hefur margt breyst þegar kemur að ferðamönnum og leigu á húsnæði, svo nefndin setti ákvæðið inn að því er segir í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

mbl.is