Flytja vestur og opna búðina á ný

Helga Guðmundsdóttir og Arnþór Sigurðsson.
Helga Guðmundsdóttir og Arnþór Sigurðsson.

„Það er ekki boðlegt að þurfa að keyra yfir heiðar í einn og hálfan tíma til að ná sér í mjólk á veturna. Ég er viss um að fólkið á Reykhólum verður ánægt að fá búðina sína aftur,“ segir Helga Guðmundsdóttir sem áformar að endurreisa verslunarrekstur á Reykhólum í vor.

Búðinni á Reykhólum var lokað í október og auglýsti sveitarfélagið húsnæðið til leigu. Helga og maður hennar, Arnþór Sigurðsson, voru þau einu sem sóttu um og hafa síðan lagt drög að því að opna búðina á ný. Í vikunni var tilkynnt að þau hefðu fengið 5,8 milljóna styrk frá yfirvöldum til þessa.

Þrír styrkir voru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 og hlaut búðin á Reykhólum hæsta styrkinn. Markmið með styrkjunum var sagt vera að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar.

„Maðurinn minn á rætur að rekja til Reykhóla. Okkur finnst þetta frábær staður og höfum verið þarna með annan fótinn. Þegar við vorum á ferðinni í október og búið var að loka búðinni sló ég því fram í hálfkæringi hvort ég ætti ekki bara að opna búðina aftur,“ segir Helga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »