MAST ekki lent í öðru eins

Hundagæslan sem um ræðir er á Akureyri. Málið er komið …
Hundagæslan sem um ræðir er á Akureyri. Málið er komið á borð lögreglunnar, að beiðni MAST. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Morgunblaðið/Atli Vigfússon

Matvælastofnun hefur ekki áður lent í sambærilegu tilviki og kom upp í byrjun þessa árs þegar tveimur einstaklingum, sem þóttust vera starfsmenn stofnunarinnar, tókst að stöðva starfsemi hundagæslu. Atvikið hefur verið tilkynnt til embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en samkvæmt upplýsingum þaðan er umrædd hundagæsla á Akureyri.

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST, segist geta staðfest að beiðni um rannsókn hafi verið send lögreglunni á Norðurlandi eystra. Fólkið kynnti sig sem starfsmenn MAST en var ekki með nein skilríki í fórum sínum, því til sönnunar, eða í merktum fatnaði.

MAST stöðvaði ekki starfsemina

Hjalti segir aðspurður að málið hafi uppgötvast skömmu eftir þessa heimsókn, þegar eftirlitsmenn MAST bönkuðu upp hjá viðkomandi hundagæslumanni við eftirlit. Hjalti segir MAST ekki geta upplýst hvaða aðgerðir eftirlitsmenn hefðu gripið til á staðnum, að öðru leyti en því að starfsemin hafi ekki verið stöðvuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert