Of dýrt að endurbyggja Blátind

Blátindur kominn upp úr djúpinu.
Blátindur kominn upp úr djúpinu.

Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja hefur samþykkt að óska eftir afstöðu Minjastofnunar til þess að vélbátnum Blátindi verði fargað en báturinn er friðaður samkvæmt lögum um menningarminjar.

Blátindur var smíðaður í Eyjum 1947 og var samfellt í útgerð til ársins 1992. Hann var endurgerður að frumkvæði áhugamannafélags og komið fyrir við Skansinn 2018. Landfestar bátsins slitnuðu í óveðri í febrúar á síðasta ári og hann sökk síðan inni í höfninni en náðist aftur á þurrt mikið skemmdur.

Í skýrslu, sem lá fyrir fundi ráðsins í vikunni, er áætlað að kostnaður við að koma Blátindi í sýningarhæft ástand sé ekki undir hundrað milljónum króna og mun dýrara yrði að gera hann siglingahæfan. Fram kemur að verkið sé sérhæft og efniviður dýr og illfáanlegur. Kostnaður við að farga bátnum er áætlaður um fimm milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert