Slökkviliðið enn að störfum í HÍ

Ljóst er að það hefur orðið mikið tjón á byggingum …
Ljóst er að það hefur orðið mikið tjón á byggingum Háskóla Íslands eftir að stór kaldavatnsæð gaf sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvær stöðvar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru enn að störfum í byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans sem þar varð í nótt.

Gengið hefur vel að dæla vatni úr byggingum skólans en slökkviliðsmenn verða að í einhvern tíma í viðbót, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Þó nokkur frágangsvinna er í gangi, auk þess sem einhverjar dælur eru enn í notkun.

Í morgun vonaðist slökkviliðið til að ljúka störfum við HÍ um hádegisbilið en ljóst er að það mun ekki nást. 

mbl.is