Vatnið náði hálfan annan metra upp

Á myndskeiði sem tekið var í Háskóla Íslands í nótt sést hvað vatnið náði hátt upp áður en hurðar gáfu sig og byrjað var að dæla úr byggingunum. Líklega hefur það verið um 1,5 metra djúpt og sumstaðar dýpra. Um klukkustund tók að stöðva lekann frá kaldavatnsæð sem orsakaði lekann. Þetta segir Björn Auðunn Magnússon, deildarstjóri fasteigna hjá HÍ, en hann kom á staðinn skömmu eftir að lekinn kom upp kl. 12:55 í nótt.

Í myndskeiðinu er rætt við hann um atburði næturinnar og ástand bygginga skólans. Þá sést myndskeiðið sem hann tók skömmu eftir að hann kom á svæðið þar sem vatnið sést í gegnum glerhurð.

Mikill vatnsleki varð í byggingum Háskóla Íslands eftir að vatnsæð …
Mikill vatnsleki varð í byggingum Háskóla Íslands eftir að vatnsæð fór í sundur við Suðurgötu. Kort/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina