Áfram hættustig á Siglufirði

Skíðasvæði Siglfirðinga varð illa úti.
Skíðasvæði Siglfirðinga varð illa úti. Ljósmyd/Sigurður Þór Helgason

Áfram er spáð snjókomu og vindi næstu daga á Norðurlandi og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra að af þeim sökum verði áfram í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og hættustig á Siglufirði með rýmingum.

Þá féll snjóflóð í Héðinsfirði, en ekki bárust tilkynningar um fleiri flóð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir hugarfar bæjarbúa á Siglufirði gott. „Hér býr fólk sem hefur lengið búið við þær aðstæður sem eru, þannig að fólk tekur þessu af æðruleysi og stillingu.“ Gert er ráð fyrir áframhaldandi samgöngutruflunum til og frá bænum vegna snjóflóðahættunnar og segir Elías einangrunina vera hins vegar þungbærari nú en var fyrir hálfri öld og að fólki finnist ástandið vera óásættanlegt til lengri tíma. „En menn bera þetta.“

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Týr, er úti fyrir Eyjafirði og verður til taks á meðan hættuástand varir. sgs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »