Bitnar meira á einangraðri byggðum

Raufarhöfn, bær við heimskautsbaug.
Raufarhöfn, bær við heimskautsbaug. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Líkur eru á því að atvinnuleysi vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins bitni meira á fámennari sveitarfélögum og þeim sem eru langt frá stærstu mörkuðunum. Er því líklegt að tekjur þeirra skerðist meira.

Þetta kemur fram í skýrslu Vífils Karlssonar, hagfræðings hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, í Hagvísi Vesturlands.

Vífill skoðar horfur um atvinnuleysi og áhrif á tekjur sveitarfélaganna á Vesturlandi út frá reynslutölum eftir fall bankanna árið 2008. Hann tekur fram að aðstæður séu að sumu leyti ólíkar en þó komi fram rökrétt mynstur.

Fyrst skal nefna að líkur eru taldar á að áhrifin til skemmri tíma verði vægari en til lengri tíma litið. Stafar það af því að í mörgum sveitarfélögum flytja menn á brott ef þeir eru atvinnulausir. Það gerist ekki strax en magnar upp neikvæð áhrif atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga. Líkurnar á því eru mestar í fámennari sveitarfélögum og þeim sem eru langt frá stærstu mörkuðunum eins og höfuðborgarsvæðinu. Af þessum sökum er hætt við að áhrif atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga verði mest í slíkum sveitarfélögum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert